- Advertisement -

SA: Launahækkun getur fellt fyrirtæki

Vinnumarkaður Björgólfur  Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, er í viðtali við Viðskiptablaðið. Þar ræðir hann tilboð SA um 23,5 prósenta launahækkun. Hann er spurður hvort einhver fyrirtæki muni ekki ráða við þá hækkun og jafnvel orðið gjaldþrota, segir Björgólfur það vissulega geta gerst. Hann bendir jafnframt á að mörg íslensk fyrirtæki greiði mjög hátt hlutfall af tekjum sínum í laun.

„Við skulum bara horfa á það að launakostnaður sem hlutfall af verðmætasköpuninni er yfir 60% á Íslandi. Það er með því hæsta sem við sjáum í samanburði við önnur lönd. Árið 2013 var Ísland í þriðja sæti í Evrópu á þessum mælikvarða, á eftir Sviss og Danmörku, en líklega mun Ísland skjótast í fyrsta sætið á þessu ári.“

„Það að hækka laun um 23,5%, hækkar þetta hlutfall ef ekkert annað gerist. Við verðum ekki eins samkeppnishæf við umheiminn, nema eitthvað komi á móti. Þetta er einfaldlega spurning um það. Við þurfum að leita leiða til að auka framleiðnina. Við verðum að ná að framleiða þá vöru sem við erum að bjóða á skilvirkari og hagkvæmari máta en aðrar þjóðir, þannig að við eigum einhvern séns í samkeppninni. Þetta snýst bara um það,“ sagði Björgólfur meðal annarsí viðtalinu.


Sjá nánar hér.


Auglýsing