- Advertisement -

Sanna vill fjarlægja braskvæðinguna frá húsnæðisbyggingum

„Eina leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna sem hefur ríkt, er að byggja á félagslegum forsendum. Það er engin lausn fólgin í því að halda áfram á sömu braut þar sem engin tilraun er gerð til þess að fjarlæga hagnaðarsjónarmið frá húsnæðisuppbyggingu,“ sagði Sanna Magdalena Sósíalistaflokki á fundi borgarráðs í dag.

„Við eigum öll rétt á heimili og áætlanir hins opinbera þurfa allar að miða að því að byggja út frá þörfum og væntingum almennings, þar sem braskvæðing er fjarlægð frá húsnæðisuppbyggingu. Hér er enga breytingu að finna í grundvallarsjónarmiðum húsnæðisuppbyggingar, skilgreina á ákveðið hlutfall í óhagnaðardrifið húsnæði, í stað þess að litið sé á húsnæði sem félagslegan rétt sem á að vera varinn frá hagnaðarkröfu fjársterkra aðila og gróðafyrirtækja.“

Rætt var fyrirhugaðar framkvæmdir. Meirihlutinn bókaði:

„Samkomulagið undirstrikar að Reykjavík ætlar sér að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu á Íslandi og felur í sér metnaðarfyllstu áform um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sögu Reykjavíkur. Samkomulagið felur í sér að hafist verði handa við að byggja 2000 íbúðir á ári á næstu fimm árum en að á hverjum tíma séu til reiðu byggingarhæfar lóðir fyrir allt að 1500-3000 íbúðir. Á tíu árum er markmiðið að byggja 16 þúsund íbúðir en þó alltaf í samhengi við þörf á húsnæðismarkaði. Markmið samkomulagsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri þörf ólíkra hópa samfélagsins á næstu tíu árum, auka fyrirsjáanleika á húsnæðismarkaði, skapa betri grundvöll fyrir ákvarðanatöku og að draga úr sveiflum á byggingarmarkaði. Samkomulagið styður einnig við uppbyggingu vistvænna samgönguinnviða, vistvæna mannvirkjagerð og tekur mið af loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og ríkisins. Þá felur samkomulagið í sér að ráðist verði í endurbætur á húsnæðisbótakerfinu, átak verði gert vegna óviðundandi húsnæðis, regluverk í skipulags- og byggingarmálum verði einfaldað og að uppbyggingarheimildir í deiliskipulagi verði tímabundnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: