- Advertisement -

Segir baráttu haturs og kærleika eilífa: „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ – INN MEÐ ÁSTINA” þar til ég verð 83 ára gömul drottning þá réttu mér míkrafón”

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur „tvisvar troðið upp á Oslo Pride og London Pub. Þetta stendur mér svo nærri, að fyrir mér gæti þessi frétt alveg eins verið um Spotlight eða Kiki. Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna. Let that sink in,” segir Páll Óskar og er eðlilega brugðið vegna hinnar hörmulegu árásar í Noregi.

Bætir við:

„Ég skil mæta vel að norsku Gleðigöngunni sé frestað á meðan verið er að athuga hvort þessi hryðjuverkamaður hafi verið í vitorði með fleirum. En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það.”

Hann segir einnig að „það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi – og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum – er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI. Maður þarf alltaf að vera á fokking æfilangri vakt gegn hatri og fáfræði. Ég veit að það getur verið lýjandi barátta, en ég hef ekkert val. Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ – INN MEÐ ÁSTINA” þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón.”

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að lokum nefnir Páll Óskar að „vinsamlegast ekki rugla saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og trúarnötturum við ALLA innflytjendur og flóttamenn sem hafa annan trúarlegan og menningarlegann bakrunn heldur en þú; það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki.”

– Trausti


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: