- Advertisement -

SIJ: „Það er kannski ekkert ofsalega mikið af þingmálum hérna inni“

Stjórnarliðar gátu bara ekki lengur verið nálægt hver öðrum.

Hanna Katrín Friðriksson.

„Mig langar að ræða hér verkstol ríkisstjórnarinnar og þau áhrif sem það hefur á þingstörfin. Við munum öll hvernig vorið fór þar sem þingi var slitið óvænt með fjölda mála ókláruð og það sem meira er, sum mál voru tilbúin af hálfu nefnda en fóru ekki til afgreiðslu inn í þingsal. Stjórnarliðar gátu bara ekki lengur verið nálægt hver öðrum. Svo kom sumarið og nú líður að jólum. Það eru þungar aðstæður í samfélaginu en samþykkt stjórnarmál eru orðin þrjú núna í lok nóvember. Það er varnargarðurinn, það eru átök fyrir botni Miðjarðarhafs, hvort tveggja óvænt mál sem ekki voru á þingmálaskrá, og síðan vaktstöð siglinga. Fjöldi mála sem áttu að koma inn á þing núna í haust er 109. Það eru 39 mál komin og eru þar með 38 í nefndum. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið niðurstaða samningaviðræðna stjórnarliða í sumar að stjórnarsamstarfið myndi halda ef ríkisstjórnin passaði sig á því að gera ekki neitt. Og spurningin er: Er það þetta sem ríkisstjórnin vill bjóða heimilum landsins upp á núna, með verðbólguna enn á fullu skriði, vexti himinháa og fleiri risastór verkefni fram undan? Er þetta erindið?“

Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson í upphafi nokkrar umræðu um hversu fá mál hafa komið frá ráðherrunum til þingsins. Mörg tóku undir með Hönnu Katrínu.

Sigurður Ingi Jóhannsson var ekki sammála:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mig langar að koma hérna upp og taka undir þau sjónarmið að það er kannski ekkert ofsalega mikið af þingmálum hérna inni. Ég ætla hins vegar að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá og sem ráðherra get ég alveg tekið það til mín að hafa verið of brattur með það.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: