- Advertisement -

Sjálfstæðismenn fagna nýju áfengisfrumvarpi: Hildur vill hátíðlegan brugghúsdag árlega

Frumvarp Jóns Magnússonar dómsmálaráðherra þess efnis að heimila sölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt sem lög frá Alþingi; með 54 samhljóða atkvæðum og öðlast frumvarpið gildi 1. júlí næstkomandi.

Dómsmálaráðherra, sagði við atkvæðagreiðsluna að samþykkt frumvarpsins markaði tímamót.

Jón Gunnarsson.

„Það er stundum sagt að dropinn holi steininn og ég held að það eigi alveg sérstaklega við í þessu máli. Hér eru tímamót í þessum málum og ég vil fagna því alveg sérstaklega hvað það er mikil samstaða um þessar breytingar í þinginu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón sagði að löngu tímabært væri að endurskoða núgildandi löggjöf og innleiða ákveðnar breytingar.

„Þær breytingar sem orðið hafa í okkar samfélagi og í kringum okkur gera kröfu til þingsins um að axla þá ábyrgð að innleiða hér breytingar í takt við nýja tíma.“

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði loksins, loksins, þegar að atkvæðagreiðslu kom, enda hefði þar með opnast glufa í þá átt að afnema einokun ÁTVR.

„Ég ætla að leyfa mér að segja að ég held að af þessu tilefni ættum við að ákveða að fimmtándi júní eða jafnvel sextándi júní eftir atvikum, verði haldinn hátíðlegur eins og við höfum haldið uppá bjórdaginn frá 1. mars 1989 og kalla hann brugghúsdaginn, sagði Hildur Sverrisdóttir á Alþingi í kvöld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: