- Advertisement -

Skarðið í Samfylkingunni stækkar ört

Gott samfélag sér hins vegar til þess að allslaust fólk eigi kost á því að koma undir sig fótunum og fái til þess tímabundinn stuðning, í ýmsu formi.

Guðmundur Andri Thorsson.

Stjórnmál:Ekki er að sjá að sárið sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, olli með u-beygju í málefnum flóttafólks, stækki ört. Í dag hefur fleira fólk í flokknum tjáð sig. Sjaldgæft er að formaður flokks fari eins hratt gegn vilja fjölda flokksmanna.

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein á Facebook þar sem ljóst er að hann er ekki sammála formanninum, Kristrúnu Frostadóttir. Skoðum skrif Guðmundar Andra:

„Í góðu samfélagi skiptumst við ekki í veitendur og þiggjendur. Við erum ekki annaðhvort skattgreiðendur eða skatt-eyðendur. Samfélagið er miklu flóknara og samsettara en svo, en nægir að minna á að efnahagsvöxtur seinni ára byggir nær algjörlega á aðfluttu vinnuafli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gott samfélag sér hins vegar til þess að allslaust fólk eigi kost á því að koma undir sig fótunum og fái til þess tímabundinn stuðning, í ýmsu formi.

Í góðu samfélagi hafa borgararnir tiltekin réttindi sem þeir fæðast til en vinna sér ekki inn – meira að segja leiðindaskjóður og fúlmenni – mannréttindi eru algild.

Fólk er vesen. Fólki fylgja alltaf vandamál og alls konar krefjandi úrlausnarefni, hvaðan sem það kemur – þannig er bara lífið. En fólk er líka lygilega gott og í því búa þrotlausir möguleikar – hvaðan sem það kemur.

„Sjálfur hef ég aldrei samlagast íslensku samfélagi nema upp að vissu marki, sem er í góðu lagi.“

Gott samfélag er opið og dýnamískt og gerir fólki kleift að þroska þessa möguleika, sína hæfileika, hvaðan sem það kemur. Þar mætist fólk úr ýmsum áttum og blandast með alls konar hætti; blönduð menning er alltaf spennandi, og fjölmenning verður hvort sem er ekki aflögð; við búum við alþjóðlega fjölmenningu og því verður ekki breytt.

Sjálf Reykjavík hefur frá byrjun 20. aldar verið fjölmenningarborg byggð á aðkomufólki úr öllum landshlutum, líkust flóttamannabúðum um tíma. Og má nærri geta hvort það hefur ekki verið krefjandi að finna út úr því sambýli.

Hér á að vera auðvelt að koma og vinna, hvort heldur um stundarsakir eða til lengri tíma. Hér er náttúrulega erfitt að búa fyrir marga jarðarbúa; myrkrið og rokið og landlægur þumbaraháttur okkar sér til þess. Fólk sem hingað kemur ætti ekki að vera um of einangrað, þó að maður skilji að fólk sæki í sína líka upp að vissu marki; það þarf að fara að lögum, sem segir sig eiginlega sjálft, en það þarf ekki að mæta á þorrablót frekar en það vill. Innviðir eru ekki að springa hér á landi vegna innflutnings fólks heldur treysta þeir á aðflutt vinnuafl. Því að fólk sem hingað flytur er ekki þiggjendur og við heimamenn erum ekki veitendur: innflytjendur eru mannauður sem við eigum að fjárfesta í öllum til heilla. Auðvitað þarf svo fólk að samlagast íslensku samfélagi, til að þola hér við – svona upp að vissu marki, þó maður spyrji: samlagast hverju? Sjálfur hef ég aldrei samlagast íslensku samfélagi nema upp að vissu marki, sem er í góðu lagi.“

Forystufólk: Margrét Tryggvadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný Harðardóttir,

Mikil viðbrögð eru við greininni. Þar má sjá viðbrögð þingmanna og annars fólks sem hefur starfað með Samfylkingunni.

Tolli Morthens skrifar: „Góður.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður skrifaði: „Takk fyrir þessa góðu pælingu félagi.“

Oddný Harðardóttir þingmaður skrifaði: „Já einmitt. Fólk er vesen. Góður pistill. Við þurfum að gera mun betur við börn af erlendum uppruna sem hér búa. Þurfum að gera skólakerfinu það raunverulega kleift að vinna enn betur og mæta hverju og einu barni þar sem það er statt.“

Eiríkur Hermannsson, eiginmaður Oddnýjar, skrifaði: „Vel mælt kæri Andri.“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrum þingmaður: „Sammála takk.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: