- Advertisement -

Skotmaðurinn vistaður á stofnun með vísan til andlegra eða sálrænna þátta

Í morgun úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að maður á sjötugsaldri, sem handtekinn var í Hafnarfirði í gær vegna skotárásar skuli vistaður á viðeigandi stofnun.

Lögreglan tók manninn höndum í hádeginu í gær og þurfti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að óska eftir gæsluvarðhaldi eða annarri vistun fyrir hádegi í dag eða láta manninn lausan.

Alltaf þegar grunaðir afbrotamenn eru úrskurðaðir til vistunar á viðeigandi stofnun er það með vísan til andlegra eða sálrænna þátta, sem gera það að verkum að slíkt úrræði eigi betur við en gæsluvarðhald.

Sá grunaði skaut á tvo bíla á bílastæði milli fjölbýlishúss og leikskóla við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gær, en maður og ungur sonur hans voru í öðrum bílnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eins og greint var frá í gær sat lögregla um íbúð mannsins og ræddi samningamaður lögreglu við hann í gegnum síma. Í kjölfarið gaf maðurinn sig svo fram rétt fyrir klukkan hálf eitt í gær.

Mjög mikill viðbúnaður var vegna skotárásarinnar, en á þriðja tug lögreglumanna kom að aðgerðinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: