- Advertisement -

Slökkvið á upptökuvélunum

Samfélag „Athyglisverð umræða og ég verð að viðurkenna að það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar stjórnmálamenn skipta um hlutverk í rökræðunni, já og skoðunum líka, eftir því hvort þeir eru í meirihluta eða minnihluta,“ skrifar Gylfi Arnbjörsson, forseti ASÍ, á Facebook.

Hann beinir orðum sínum að Bjarna Benediktssyni.

„Bjarni segir í umræðunni (og er að reyna að tala um fyrir stjórnarandstöðunni) að ,,Það er al­veg eins víst að næst þegar fjár­lög­in koma hér á dag­skrá, hvort sem það verður á næsta ári eða jafn­vel eft­ir eitt, tvö, þrjú ár, þá noti menn þetta slæma for­dæmi til að rétt­læta enn lengri og vit­laus­ari umræðu.“ Þessi umræða núna er semsagt búin að slá nýtt met, met sem sett var í afgreiðslu fjárlaga árið 2012 þegar Bjarni fór fyrir umræðu (sumir gætu jafnvel sagt málþófi) þáverandi stjórnarandstöðu sem samanstóð af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki (Borgaraflokkurinn var reyndar ekki í ríkisstjórn en studdi hana beint og óbeint ef ég man rétt).“

Í þættinum Sprengisandur, iðinn sunnudag, nefndi Bjarni þessa löngu umræðu um fjárlögin 2012 og metið sem þá var sett.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú skilur hann ekkert í framgöngu stjórnarandstöðunnar og finnst þetta aðför að virðing þingsins. Ég held að það myndi gagnast betur ef stjórnmálamenn væru í ríkari mæli samkvæmir sjálfum sér og legðu sig fram um málefnalega umræðu. Liður í því væri að slökkva á upptökuvélunum og einbeita sér að lausn verkefnisins á málefnalegan hátt, en ekki að nota ræðustólinn til að ávarpa kjósendur og reyna að hafa áhrif á skoðanakannanir. Afstaða fólks til stjórnmála á ekki að vera til dægurmála heldur stefnumiða og beinna ákvarðana. Afleiðing þessarar stjórnmálamenningar er að ýta undir skammtímalausnar og skammtímavinsældir á kostnað langtímalausna og ábyrgðar,“ skrifar Gylfi Arnbjörnsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: