- Advertisement -

Soffíu nóg boðið á Landspítalanum: „Get ekki horft uppá þetta lengur“

Bráðahjúkrunarfræðingurinn Soffía Steingrímsdóttir hefur fengið nóg af starfi sínu á bráðamóttöku Landspítalans. Hún hefur ákveðið að segja upp á vegna langvarandi álags þar sem hún sér enga lausn á vandanum í sjónmáli.

Soffía sagði frá tilfinningum sínum í færslu á Facebook þar sem hún fór yfir vinnudaginn sinn í gær á bráðamóttökunni. Hún ákvað að gærkvöldinu skyldi hún verja í að skrifa uppsagnarbréf sitt.

„Bráðamóttakan 30.maí. Við eigum 30 stæði opin. Í dag voru 98 sjúklingar skráðir á bráðamóttökuna kl.15, þar af voru 33 innlagðir sem eiga heima á deildum uppí húsi sem flest allar voru komnar með 2 yfir skráð rúm. Biðtími hjá sumum sjúklingum fór yfir 5 klst.

Ég stóð vaktina frammi í biðstofu og tók á móti fólki til að forgangsraða veikindum fólks inná bráðamóttökuna, fólki sem margt hvert getur ekki leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar og þarf á þjónustu bráðamóttökunnar að halda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin, ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það sl 7 ár en treysti mér ekki lengur til þess. Get ekki horft uppá þetta lengur. Hef beðið og vonað að hlutirnir breytist og lagist en þetta versnar bara. Elska mitt dásamlega klára og flotta samstarfsfólk.

Ég mun taka kvöldið í að skrifa mitt uppsagnarbréf og senda til míns yfirmanns á morgun, þetta er komið gott.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: