- Advertisement -

Stefnir í verkfall á Suðurnesjum

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, skrifar:

Vinnumarkaður „SA segir ekki réttinn tíminn til átaka. Þeir segja það alltaf. Þeir segja líka alltaf að það sé ekki góður tími fyrir kauphækkanir.

Ætli maður verði ekki bara að hætta þessu eða óska eftir að þau láti okkur vita hvenær við megum vinna vinnuna okkar.

En að öðru….ég hef fengið heimild samninganefndar VSFK til að hefja undirbúning fyrir verkföll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dagurinn í dag og helgin fer því í það að hafa samband við félagsmenn og heyra þeirra hug og í framhaldi af því undirbúa kosningu.

ég vitna beint í orð félaga míns Vilhjálmur Birgissonar.

,,Ég sem formaður VLFA og Starfsgreinasambands Íslands ætla rétt að vona að Samtök atvinnulífsins átti sig vel og rækilega á þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í þessum viðræðum. „

Efling og Sólveig Anna eru komin á fullt. Greinilegt að fólk er komið með nóg af bulli.

Þá fer ég til baka í upphafsorðin og segi. SA stjórnar því ekki hvernær við vinnum vinnuna okkar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: