- Advertisement -

Stjórnmálaelítan er haldin fátæktarandúð

Gunnar Smári skrifar:

Aporofóbía er fátækraandúð, fordómar og fyrirlitning gagnvart bjargar- og valdalausu fólki. Það er nauðsynlegt að hafa þetta hugtak til hliðsjónar ef fólk vill skilja umræðu stjórnmálaelítunnar um kjarabaráttu Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Ástæða þess að elítan telur kröfurnar rangar, taktíkina ranga og málflutninginn rangan er að hún fyrirlítur svo fátækt fólk að henni er lífsins ómögulegt að heyra orð af því sem það leggur fram, fyrst og fremst vegna þess að elítan brestur strax í langar ræður fullar af vandlætingu og yfirlæti. Hún telur sig ekki þurfa að hlusta á fólk sem er svo rækilega mislukkað að það þarf að draga fram lífið á lægstu launum. Hún telur sig hins vegar þurfa að leiðbeina þessu mislukkaða fólki, og dæsir eilítið yfir þessar byrði sinni, að þurfa að hafa vit fyrir hinum vonlausu og auralausu. Umræðan frá Ráðhúsinu og frá fylgjendur meirihlutans þar undanfarna daga hefur verið svo eitruð, að skilgreina ætti hana sem pólitískt eiturvopn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: