- Advertisement -

„Stjórnmálin hafa brugðist“

„Bændur geta vissulega ekki lifað við óbreytt ástand.“

Kristrún Frostadóttir.

Alþingi „Enn einu sinni hafa aðgerðir til að auðvelda bændum og búgreinum lífið snúist upp í umræðu um að stuðningurinn bitni á hinum almenna launþega á sama tíma og við vitum að reiknað endurgjald í landbúnaði er oftar en ekki lítið hærra en strípaðar örorkubætur. Ég veit fyrir víst, forseti, að víða sárnar fólki í bændastéttinni umræða um að hækkandi vöruverð og verðbólga sé þeim að kenna. Stjórnmálin hafa brugðist ef staðan er sú að bændur geta varla lifað af búskap en samt er ekki hægt að vinna að aðgerðum í þágu þeirra án þess að skapa tilfinningu um vondar afleiðingar fyrir neytendur,“ sagði Kristrún Frostadóttir á Alþingi í morgun.

Þetta mál er mjög umdeilt og varað hefur verið áhrifum þess á landbúnaðinn og neytendur.

„Stjórnarmeirihlutinn hlýtur að vera hugsi yfir þessu. Eitthvað hefur brugðist verulega. Samtalið hefur brugðist, framsetning mála hefur brugðist og vinnubrögðin hljóta að hafa brugðist. Bændur geta vissulega ekki lifað við óbreytt ástand enda heyrði ég ekki annað en víðtæka sátt í þinginu, a.m.k. af hálfu jafnaðarfólks, um að opna fyrir hagræðingu og sameiningar í sauðfjárræktinni. Sama get ég sagt um stöðu stórgripa. En svo virðist, forseti, sem eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis við vinnslu þessa máls,“ sagði Kristrún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir situr vond tilfinning…

Kristrún, formaður Samfylkingarinnar, sagði svo:

„Greinargerðin og markmiðin í upphaflegu frumvarpi hæstvirts matvælaráðherra sneru að viðkvæmustu búgreinunum. En skilgreiningin á framleiðandafélögunum í sjálfum frumvarpstextanum var svo þröng að hún náði aðeins yfir hvíta kjötið þrátt fyrir að þar hafi enginn óskað eftir undanþágu frá samkeppnislögum. Í stað þess að vinna frumvarpið aftur inni í ráðuneyti svo það veitti sannarlega undanþágu til þeirra búgreina sem standa höllustum fæti var ákveðið að vinna með gallað frumvarp. Niðurstaðan er ein allsherjarundanþága sem getur leitt af sér eina stóra afurðastöð fyrir alla kjötvinnslu í landinu óháð búgrein. Þetta var óþarfi, virðulegi forseti. Eftir situr vond tilfinning þar sem stjórnarmeirihlutinn hefði átt að bakka og gera þetta betur, tilfinning sem bændastéttin á ekki skilið. Þessi aðferðafræði hefur gert þeim grikk sem mest þurftu á breytingunum að halda.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: