- Advertisement -

Svandís Svavars:„Grunnurinn að fæðuöryggi er stóraukin kornrækt“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur að allir þurfi að taka þátt í að bregðast við hækkunum í landbúnaðarframleiðslu hér á landi; bændur hafa fengið rekstrarhækkun að hálfu bætta, en afganginn þurfa verslanir, afurðastöðvar og neytendur að greiða.

Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.

Svandís segir fæðuöryggi snúast ekki aðeins um aðgengi að mat heldur einnig að gætt sé efnahagslegs jöfnuðar.

„Eftir að hafa fylgst með viðbrögðum við þessum aðgerðum, þessum afgerandi aðgerðum stjórnvalda, og það í raun og veru að við siglum inn í þetta af fullum krafti, þá tel ég það algerlega liggja í loftinu að við þurfum öll að snúa bökum saman og ekki síður afurðastöðvarnar og smásalan í því skyni að bregðast við þessu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svandís segir að verkefnið verði unnið skref fyrir skref:

„Þetta verður allt að koma í ljós. Við verðum líka að horfast í augu við mikilvægi þess að við séum að neyta hollrar og heilnæmrar matvöru. Það er auðvitað verkefnið hér eftir sem hingað til. Það er náttúrulega það sem fæðuöryggi snýst um, ekki bara aðgengi að mat heldur líka það að þar sé gætt efnahagslegs jöfnuðar; Það skiptir líka máli,“ segir Svandís og bætir við að lokum:

„Þannig að ég held að við þurfum bara að hafa mjög opin augun. Þessi umræða um fæðuöryggi er svolítið ný fyrir okkur. En grunnurinn að fæðuöryggi er líka bara stóraukin kornrækt. Þar þurfum við virkilega að gefa í vegna þess að við erum þegar öllu er á botninn hvolft líka alltaf háð ákveðnum aðföngum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: