- Advertisement -

Svartfugl: Stjórnmál, ungt fólk, menntun og Costco

- fjölbreyttar umræður í þætti kvöldsins. Sjö gestir verða hjá Sigurjóni.

Sunneva Björk Gunnarsdóttir og Viktor Orri Valgarðsson verða meðal gesta í Svartfugli í kvöld. Þau tala um húsnæðismál, laun, væntingar, barneignir, framtíðina, stjórnmálaþátttöku og annað sem brennur á þeirra kynslóð.

Launaþróun liðinna ára er unga fólkinu mjög óhagstæð, barnabætur eru aðrar og lægri en áður. Barneignum hefur einnig fækkað og hafa í raun aldrei verið eins fáar og nú.

Umræður dagsins verða með fjörugra móti. Þátttakendur verða Borgar Þór Einasson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Erla Hlynsdóttir framkvæmdastjóri Pírata og Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor Háskóla Íslands.

Í stjórnmálaumræðuna mæta tveir ágætir sem láta ekki sitt eftir liggja, Logi Einarsson og Páll Magnússon.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svarfugl er  á dagskrá Hringbrautar klukkan 21:00 og er á sama tíma sendur út á Miðjunni.

Stjórnandi er Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: