- Advertisement -

Tanja: „Umhugs­un­ar­efni að Lands­réttur snúi við dómum í kyn­ferð­is­of­beld­is­málum oftar en í öllum öðrum málum“

Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir er ein af stjórn­ar­konum Öfga. Hún skrifar athyglisverða grein sem birtist á Kjarnanum þar sem hún segir meðal annars þetta:

„Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans),“ segir Tanja og bætir við:

„Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans. Í skýrsl­unni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í rétt­ar­kerf­inu.

Það þarf að ráð­ast í alls­herjar breyt­ingar á því og fara í gagn­gera end­ur­skoð­un. Þrátt fyrir að rétt­ar­kerfið virki vel ýmsum mál­um, þá virð­ist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kyn­bundið ofbeldi og þau mál sem ger­ast í skjóli einka­lífs­ins og skilar því oft ósann­gjörnum nið­ur­stöðum sem end­ur­spegla raun­veru­leika kvenna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tanja spyr „hvað þýðir að mál sé „nógu lík­legt til sak­fell­ing­ar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál nið­ur? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar“ þegar erfða­efni (DNA) liggur fyr­ir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál nið­ur? Þetta þarf að skoða nán­ar.“

Að mati Tönju má „ein­hverjar ástæður nið­ur­felldra mála rekja til of ríkrar sönn­un­ar­byrðar og/eða að rann­sókn hafi tekið of langan tíma; maður sem var kærður fyrir til­raun til nauðg­unar í októ­ber 2021 hefur ekki ennþá verið birt kær­an. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða.

Þegar mál drag­ast á lang­inn eiga vitni eiga erf­ið­ara með að fram­kalla minn­ingar frá atburð­in­um. Það þarf aukið fjár­magn, aukna þekk­ingu fólks sem starfar í mála­flokkn­um, sem og að ráð­ast í rót­tækar breyt­ingar eins og nefnt var hér fyrir ofan.“

Tanja færir í tal að „það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sál­fræð­inga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sann­anir og orð kær­anda í kerf­inu eins og það virkar í dag. Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að ger­endur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áfram­hald­andi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sak­ar­giftir og/eða æru­meið­ing­ar.

Það þarf að end­ur­skoða þessa mögu­leika og útsetja þannig að aug­ljósar vís­bend­ingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sak­ar­giftir eða æru­meið­ing­ar, ann­ars er þetta enn eitt þögg­un­ar- og ofbeldistólið sem ger­endur hafa aðgang að.“

Tanja segir að „það er umhugs­un­ar­efni að Lands­réttur snúi við dómum í kyn­ferð­is­of­beld­is­málum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurn­ing­ar­merki við að kyn­ferð­is­brot fyrn­ist; í kjöl­far vit­unda­vakn­inga í sam­fé­lag­inu eru konur opn­ari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburð­in­um,“ segir Tanja og bendir á að „þær hins­vegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim.

Þetta þarf að end­ur­skoða.

Einnig þarf að skoða betur lag­ara­mmann í kringum staf­ræn kyn­ferð­is­brot og fyrn­ing­ar­tíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur staf­ræns kyn­ferð­is­brots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni fram­tíð.

Fólk veigrar sér að kæra kyn­ferð­is­of­beldi því þau trúa ekki að rétt­lætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, frá Stíga­mótum (299 nýjar heim­sókn­ir), Bjark­ar­hlíð (827 nýjar heim­sókn­ir) og Neyð­ar­mót­töku Land­spít­al­ans (130 nýjar heim­sókn­ir) og borið saman við tölur til­kynntar til lög­regl­unnar á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu (tæp 100 mál) og þær sem rík­is­sak­sókn­ari greindi frá (325 með­höndluð mál).“

Að mati Tönju er „ólíð­andi að kerfið sem á að gæta hags­muna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregð­ast er tengj­ast kyn­bundnu ofbeldi. Það er ekki boð­legt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig rétt­ar­kerfið tekur á þeirra mál­um. Einnig má setja spurn­ing­ar­merki við það hvernig hæsta­rétt­ar­lög­fræð­ing­ar, aðstoð­ar­maður dóms­mála­ráð­herra, fjöl­miðl­ar, lög­reglu­fólk og sam­fé­lagið í heild sinni kom­ast upp með að hefja og við­halda aðför að þolend­um.“

Að lokum segir Tanja að „þetta þarf að rann­saka og taka föstum tök­um. Að öllu upp­töldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjár­magn í mál­efni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kyn­fræðslu að skyldu­náms­grein og íhuga alls­herjar breyt­ingar á kerf­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: