- Advertisement -

„Það er eithvað mikið að hjá fólkinu á Húsavík“

Kattaunnendur hér á landi eru brjálaður út í Kristján Þór Magnússon, bæjartjóra Húsavíkur, og félaga hans í sveitastjórn Norðurþings. ´Ástæðan er sú að stjórnin hækkaði leyfisgjöld fyrir kattahald á svæðinu um heil 380 prósent. Kattaunnendur sem og ýmsir bæjarbúar skilja lítið í þessari ákvörðun Kristjáns og félaga.

Sveit­ar­stjórn Norðurþings hef­ur hækkað leyf­is­gjöld fyr­ir skrán­ingu katta í sveita­fé­lag­inu um 380 prósent frá því í fyrra.  Málið er nú rætt í fjölmennu samfélagi á Facebook: Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir. Flestir sem þar taka til máls eru æfir yfir ákvörðuninni og Jakobína er ein þeirra. „Þetta er bilun!,“ segir hún.

Sigrún er líka svekkt. „Það er eiithvað mikið að hjá fólkinu á Húsavík með svona umræðu,“ segir Sigrún. Og Páll tekur undir. „Menn hafa greinilega hlustað full mikið á Jaja ding dong þarna,“ segir hann.

Ingólfur lætur ekki bjóða sér svona lagað. „Djöfull hlakka ég til að fara ALDREI til Húsavíkur,“ segir Ingólfur ákveðinn.