- Advertisement -

Þetta verða laun nýs bæjarstjóra Garðabæjar

Nýr bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, verður ekki á flæðiskeri staddur hvað varðar launagreiðslur á kjörtímabilinu. Samkvæmt Fréttablaðinu fær hann 2.5 milljón króna í mánaðarlaun fyrir störf sín.

„Garðabær er 18 þúsund manna samfélag,“ bendir Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar, á í samtali við blaðið.

Almar, sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins, tekur við af Gunnari Einarssyni sem gegnt hafði starfinu frá 2005. Laun Gunnars í maí voru 3.045.542 krónur og auk þess hafði hann bíl til umráða.

Samkvæmt ráðningarsamningi Almars verða grunnlaun hans tæpar 2,2 milljónir króna á mánuði. Þá fær hann 200 þúsund krónur fyrir bæjarstjórnarsetu og í stað bíls fær hann 105 þúsund krónur í bílastyrk. Í grunninn eru þetta því 2,5 milljónir króna.


Auglýsing