- Advertisement -

Þórir prestur: „Áríðandi orðsending – gagnkynhneigðir gætið ykkar“

Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur, biður alla gagnkynhneigða Íslendinga að hætta að verða sér til skammar með því að níða og úthrópa samkynhneigða hér á landi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu leggur hann áherslu á að við séum öll systkini, sköpuð af Guði.

„Systkini segi ég, af því að í dag vita allir sem vilja þekkja sannleikann í þessum málum, að samkynhneigð er meðfædd. Þar með er hún sköpun Guðs og hún á öll sama rétt. 

„Samkynhneigðum er meðfætt að elskast með öðrum hætti en við gagnkynhneigðir gerum. Í því liggur hin úrelta hneykslun. En raunverulega eru þetta nánast tvær hliðar á sama peningi og báðar eru þær sömu ættar og því jafngildar.

Á þessu tímaskeiði er það oft veikt fyrir andlega séð og þolir þá illa hið heimskulega aðkast sem það verður fyrir og þá illgirni, sem oft fylgir og kemur jafnvel fram sem hrottaskapur. Þetta hefur leitt til sjálfsvíga og bylgjan sem nú gengur yfir ber slíka hættu í sér. Það er ótrúlegt, en þeir sem níðast nú á þeim samkynhneigðu leggjast svo lágt að „gelta“ að þeim.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hver vill verða þess valdandi að ung manneskja taki líf sitt? Vonandi enginn. En hættan er mikil í dag og því bið ég allar fjölskyldur að taka þetta mál allt til umræðu við matarborðið nú á næstunni, benda á jafnan rétt okkar allra í ástamálum sem öðrum og leggja sérstaka áherslu á, hvað við gagnkynhneigt fólk, sem erum í stórum meirihluta, þurfum að gæta okkar á því að særa engan í þessari umræðu, þau sár gætu kostað mannslíf. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: