- Advertisement -

Umhverfissóðar og gróðapungar?

„Fyrir því þurfti að hafa og það tókst okkur, íslenskri þjóð, að byggja okkar samfélag upp á þennan góða hátt.“

Vilhjálmur Árnason.

Alþingi „Ég tek undir með háttvirtum þingmanni Hildi Sverrisdóttur, við búum hér í einu öflugasta og besta velferðarsamfélagi heims og ég vil segja að það kemur ekki til af sjálfu sér. Fyrir því þurfti að hafa og það tókst okkur, íslenskri þjóð, að byggja okkar samfélag upp á þennan góða hátt. Það gerðum við með þeim gildum og þeim sjónarmiðum og þeirri hugsjón sem kom fram í ræðu hjá háttvirtum þingmanni Teiti Birni Einarssyni; með skynsamlegri auðlindanýtingu þar sem við nýtum auðlindirnar okkar á ábyrgan hátt með fyrirsjáanleika og höfum skýrar leikreglur sem hægt er að fara eftir. Þannig náðum við að byggja þetta upp.“

Það var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem fór með þessa rullu í ræðustól Alþingi. Hann og félagar hans eru þeirrar skoðunar að hér sé þetta og hitt fremst í veröldinni allri. Held að sama dag og raup þingmannanna varði voru fréttir af því að 4.600 manns eru á biðlista eftir nýjum augasteinum. Af mörgu öðru er að taka. Gefum samt boltann aftur yfir á Vilhjálm:

„En svo heyrir maður bara hér endalaust úr þessum ræðustól orðræðuna „við og þið“. Það er verið að tortryggja allt hérna. Allir sem ætla að reyna að skapa aukin verðmæti í þessu landi, ætla að byggja hér upp öflugt atvinnulíf, treysta byggðirnar, skapa hér verðmætasköpun fyrir byggðirnar, það hljóta að vera umhverfissóðar og gróðapungar. Þetta er ótrúleg orðræða hér úr þessum sal og ef við ætlum að hafa þetta að leiðarljósi þá komumst við ekkert áfram.“

Velferðarkerfið okkar er í vanda.

Þarna heldur hann áfram með „skynsamlegu auðlindanýtinguna“. Segjum sem svo að við veiðum ekki meira en stofnanir þola. Við getum eflaust flest verið sammála um það kunni að vera rétt. Um það er svo sem ekki deilt. Hitt er annað hvernig gæðunum er úthlutað er svo allt annað mál. Og verra.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins útiloka greinilega það sem hin öll sjáum. Velferðarkerfið okkar er í vanda. Biðlistar, yfirfull sjúkrahús, húsnæðisskortur, tryllingslega háir vextir, innviðir víða í rúst og þá talar þetta fólk um að við búum í öflugasta og besta velferðarsamfélagi heims.

Þetta gengur ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: