- Advertisement -

Verður menningararfurinn rifinn?

Katrín Oddsdóttir lögmaður skrifaði:

Dómsmál. Furðulegheit helgarinnar hjá mér felast í því að hún fer að einhverju leyti í að undirbúa aðalmeðferð í útburðarmálum Orkuveitu Reykjavíkur gegn nokkrum sumarhúsaeigendum í Heiðmörk. Málin verða flutt á mánudag. (Í dag.)

Fólkið sem ég er að vinna fyrir hafði fengið að leigja land áratugum saman og rækta og halda því við, flest með miklum sóma. Þetta er ein elsta sumarhúsabyggð landsins og hún á sér stórmerkilega sögu sem tengist meðal annars stríðsárunum og áhrifum hernámsins. Við sem notum svæðið til útivistar þekkjum vel þessi fallegu hús sem sóma sér vel á svæðinu og eru í algjörri sátt við náttúruna og vatnsverndarsvæðið.

Svo brá við að Þórólfur Árnason, þáverandi borgarstjóri, ákvað að gefa Orkuveitu Reykjavíkur landið árið 2004, þrátt fyrir að fá ekki samþykki borgarráðs fyrir þeim gjörningi og þrátt fyrir að Orkuveitan væri í eigu fleiri sveitarfélaga en Reykjavíkur. Skömmu eftir þessi vafasömu eigendaskipti breyttist tónninn í leigusalanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt…

Nokkrum árum eftir að hafa skikkað eigendur til að setja niður rándýrar rotþrær og selt þeim heimtaugar fyrir rafmagn tilkynnti Orkuveitan um að samningar skyldu ekki framlengdir meira og fólkið mætti hypja sig bótalaust með húsin af landinu eða skrifa undir samning um 10 ára áframhaldandi dvöl og svo væri allur þeirra réttur til veru niðurfallinn. Byggði þessi krafa á hinum forna leigusamningi sem hafði ákvæði um að ef leigu væri ekki framhaldið mætti krefjast þess að mannvirki yrðu fjarlægð. Ekki gátu öll sætt sig við þessa framkomu enda ekki samningar heldur afarkostir. Þá höfðu mörg þeirra margrætt við fulltrúa Orkuveitunnar á fyrri stigum þegar þau íhuguðu kaup á húsum á þessu svæði og verið fullvissuð um að leigusambandinu yrði viðhaldið.

Nú hefur Orkuveitan höfðað útburðarmál gegn sumu þessu fólki. Þetta gerði Orkuveita Reykjavíkur þrátt fyrir að Minjastofnun hefði óskað eftir rannsókn á svæðinu vegna sjónarmiða um menningararf. Margt er fólkið á efri árum og flest hefur aldrei lent í dómsmálum áður.

Á fimmtudaginn barst okkur bráðabirgða mat á varðveislugildi húsa og svæðis frá Borgarsögusafni Reykjavíkur. Ljóst er að verndargildi húsa og svæðis er mikið fyrir okkar sögu og arf.

Þá er einnig ljóst að vatnsverndarsjónarmið sem Orkuveitan þykist byggja á hafa verið hrakin alfarið, raunar virðist Orkuveitan hafa fengið upplýsingar um mengun frá háspennu-möstrum á svæðinu en ekki brugðist við þeim upplýsingum með nokkrum hætti. Þó á að henda fólki bótalaust af landinu sem ekkert bendir til að mengi enda eru húsin neðst í vatnssvæðinu og á svæði sem er skilgreint með þeim hætti að húsin megi vera, rétt eins og stendur í aðalskipulagið og rétt eins og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur fallist á.

Set hér í athugasemd að neðan bút úr skýrslu Borgarsögusafns til fróðleiks fyrir þau sem hafa áhuga á þessu máli.

Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt þegar fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, sem er um 95% í eigu Reykjavíkur og þar með borgarbúa, fer fram með slíkum hætti og krefst að hús séu borin af landi þrátt fyrir að aðrar stofnanir bendi á húsin eigi að varðveita á þessu svæði því þau séu mikilvægur menningararfur borgarbúa.

Fer sem fer en þetta finnst mér persónulega ekki vera réttlát framkvæmd.

Hér má lesa viðtal við konuna sem á fallega græna húsið og verður ein þeirra sem gefur skýrslu á mánudagsmorgun í héraðsdómi reykjavíkur til að reyna að verja þessa fallegu húseign sem fylgt hefur fjölskyldu hennar í margar kynslóðir: https://www.visir.is/…/-eg-get-ekki-sed-ad-vid-seum…


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: