- Advertisement -

Vildu vera hér en fengu ekki

Jódís Skúladóttir Vinstri grænum.

„Þrjár konur sóttu um vernd hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þær eru þolendur kynlífsmansals og kljást við andlega og líkamlega sjúkdóma, beinar afleiðingar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar. Ein kvennanna er svo veik að hún getur varla setið upprétt, hvað þá gengið. Þær hafa verið hér á landi í fjögur til sex ár og tilkynnt sig reglulega til yfirvalda. Þær hafa verið í íslenskunámi, sem er ein forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar, og gengið svo vel að ein þeirra flutti ræðu á íslensku á samkomu gegn kynbundnu ofbeldi í nóvember. Þær vilja vera hér. Þær vilja vinna, gefa af sér til samfélagsins, borgar skatta, gera gagn,“ sagði Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna.

„Á fimmtudag voru konurnar dregnar fyrir dómara án fyrirvara og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í nótt voru þær sendar úr landi, aftur til Nígeríu þar sem þeirra bíður ekkert nema ofbeldið sem þær flúðu. Nú eru þær komnar út fyrir íslenska lofthelgi með lækni sem átti að halda þeim á lífi þangað til þær væru komnar úr okkar höndum. Þessar konur heita Blessing, Mary og Esther. Ég er fullkomlega miður mín, virðulegi forseti, yfir örlögum þeirra og ég er svo sannarlega ekki ein um það. Það eru takmörk fyrir því hversu lágt við sem samfélag viljum og getum lagst og við þurfum að vita hvernig svona getur gerst. Þess vegna hef ég óskað eftir því að fá ríkislögreglustjóra, kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að fá skýringar á þessu ömurlega máli. Þetta er ekki hægt,“ sagði Jódís á Alþingi í gær.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: