- Advertisement -

Vilja slátra verkfallsréttinum

„Ef ein­hver ætl­ar ekki að vera með þá verða bara sett lög á hann. Þannig horfi ég á það en ég er því miður ekki á þing­inu.“

Brynjar Níelsson.

„Ef samn­ingsaðilar á op­in­bera markaðnum eru ekki reiðbún­ir að ná samn­ing­um á grund­velli samn­inga á al­menna markaðnum verður ein­fald­lega að setja lög á þá,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­um þingmaður, í netsjónvarpi Moggans, Spursmáli.

Á mbl.is, segir:

„Þegar hann var spurður að því hvernig stjórn­völd gætu brugðist við ef stétt­ar­fé­lög op­in­berra starfs­manna neita að ganga að sam­bæri­leg­um samn­ing­um og al­menni markaður­inn er langt kom­inn með að landa, sagði hann þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er til­bú­inn að setja lög á allt svona. Þegar al­manna­hags­mun­ir eru rík­ir. Þeir eru mjög rík­ir í þessu og það get­ur ekki ein­hver bara stöðu sinn­ar vegn­ar með sinn verk­falls­rétt, sem ég lít á sem verk­falls­rétt en menn eru farn­ir að fara mjög frjáls­lega með eins og dæm­in sanna. Það eru svo rík­ir al­manna­hags­mun­ir að ná niður verðbólg­unni. Og ef menn eru komn­ir á ein­hverja niður­stöðu um lang­tíma­setn­inga þá verða auðvitað bara all­ir að vera með. Ef ein­hver ætl­ar ekki að vera með þá verða bara sett lög á hann. Þannig horfi ég á það en ég er því miður ekki á þing­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: