- Advertisement -

Vill afnema heiðurslaun listamanna

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokks, vill afnema heiðurslaun listamanna. Hann færir nokkur rök fyrir máli sínu. Vilhjálmur mælist til þess að þau sem nú þiggja heiðurlaunin verði ekki svift þeim.

„Í ljósi þess að list getur oft verið pólitísk, til að mynda ádeilur á einstaka stjórnmálamenn eða flokka, má líta svo á að óheppilegt sé að hinir sömu stjórnmálamenn og eru skotspónn ýmissa listamanna ákveði hverjir skuli hljóta heiðurslaun, enda getur það hæglega haft í för með sér að ákvörðunin verði ekki tekin út frá listrænni arfleifð manna heldur pólitískum skoðunum þeirra,“ sagði Vilhjálmur Árnason þegar hann mælti fyrir frumvarpi sínu.

Í lögum um heiðurslaunin er gert ráð fyrir að ekki fleiri en 25 listamenn geti þegið launin á hverjum tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þessi heiðurslaun eru því mjög takmörkuð auðlind. Frekar ætti að horfa á það hvernig við eflum nýja, unga listamenn enn meira og finna góða leið til að heiðra okkar góðu listamenn samt sem áður, sem ég tel að sé mjög gott mál. En ég held að vegna breyttra aðstæðna, eins og ég kom inn á; við höfum almannatryggingakerfi og eftirlauna- og lífeyrissjóðskerfi eru allt önnur og annað slíkt, sé kominn tími til að finna nýja leið í þessum efnum,“ sagði Vilhjálmur Árnason.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: