- Advertisement -

Vill tekjutengdar barnabætur

Það er allt rangt við þessa ráðstöf­un fjár­muna.

Óli Björn Kárason.

Alþingi „Ég taldi rétt­læt­an­legt að rík­is­sjóður kæmi að mik­il­vægu verk­efni. Það eru góð rök fyr­ir því að hækka jafnt barna­bæt­ur og greiðslur í fæðing­ar­or­lofi. (Ég hef hins veg­ar lengi talað fyr­ir því að barna­bóta­kerfið verði lagt niður og þess í stað tek­inn upp per­sónu­afslátt­ur barna sem færi lækk­andi eft­ir því sem tekj­ur for­eldra eru hærri). Hækk­un vaxta- og hús­næðis­bóta ork­ar tví­mæl­is en virðist mik­il­væg­ur þátt­ur í að kjara­samn­ing­ar hafi tek­ist. Sá kostnaður er minni hátt­ar miðað við ávinn­ing­inn af lang­tíma­samn­ing­um og meiri stöðug­leika,“ segir í grein Óla Björns Kárasonar í vikulegri Moggagrein hans.

„Ekki er hins veg­ar hjá því kom­ist að vara sér­stak­lega við hug­mynd­um um frí­ar skóla­máltíðir sem áætlað er að kosti rík­is­sjóð um 21,5 millj­arða út samn­ings­tím­ann. Það er allt rangt við þessa ráðstöf­un fjár­muna. Verið er að styrkja stór­an hóp for­eldra sem þarf ekki á stuðningi að halda og færa má rök fyr­ir því að mat­ar­sóun auk­ist. Ef það var ætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar að verja á þriðja tug millj­arða króna til að styðja við barna­fjöl­skyld­ur hefði verið skyn­sam­legra að hækka barna­bæt­ur enn frek­ar en ráðgert er. Frí­ar skóla­máltíðir eru dæmi um vonda ráðstöf­un sam­eig­in­legra fjár­muna,“ segir Óli Björn í greininni.

„Von mín um að rík­is­stjórn­in gæti sam­ein­ast um að lækka skatta, og þá sér­stak­lega lækka neðsta þrep tekju­skatts­ins, gekk ekki eft­ir. Það er miður enda kem­ur fátt þeim sem lægri laun­in hafa bet­ur en lækk­un tekju­skatts fyr­ir utan lækk­un út­svars,“ segir í síðasta hluta þess sem við birtum hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: