- Advertisement -

Dýrustu íbúðirnar renna út

Marinó G. Njálsson:

Það fyrra er að hækkun á fasteignaverði bætist ofan á hækkun vaxta og hækkunar leiguverðs og því gæti húsnæðisliður VNV tekið kipp.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur komist að því að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,5%. Ég veit ekki hvernig þessir útreikningar eru framkvæmdir, en fasteignasali sem ég ræddi við fyrir 2-3 vikum sagðist búast við þessu. Þannig hafi nefnilega verið mál með vexti, að rándýrar útsýnisíbúðir hafi komið í sölu og þær selst eins og heitar lummur.

Nú veit ég ekkert hvað er hæft í þessu, en það gekk eftir sem fasteignasalinn sagði. Hann sagði líka, að slíkar íbúðir gangi almennt hratt út, þegar þær eru auglýstar til sölu og þar sem fermetraverð þeirra er hærra, en íbúða á neðri hæðum, þá hífi þær vísitölu húsnæðisverðs upp.

Ég geri mér grein fyrir, að HMS getur verið að eltast við staðsetningu hverrar einustu eignar, en það er svona (ef satt reynist) sem getur valdið bjaga í vísitöluútreikningum. Eitthvað sem skiptir engu máli í flestum löndum, en á Íslandi er því öðru vísi farið. Bæði notar Seðlabanki Íslands við ákvörðun vaxta útreikninga á vísitölu neysluverðs (VNV), sem er ekki samanburðarhæfir við útreikninga í helstu viðskiptalöndum okkar, og að allar hækkanir á VNV hafa áhrif á greiðslu- og skuldabyrði verðtryggðra lána.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það er tvennt í viðbót. Það fyrra er að hækkun á fasteignaverði bætist ofan á hækkun vaxta og hækkunar leiguverðs og því gæti húsnæðisliður VNV tekið kipp. Það síðara er að í tölútreikningum fyrir VNV núna í apríl verður tekin upp ný vog fyrir undirvísitölur VNV og gætu því dúkkað upp ýmsar sérkennilegar hækkanir alveg upp úr þurru. Því má segja, að sama hvernig breytingin á VNV verður núna í apríl, þá er sú breyting á einn eða annan hátt afbrigðileg og EKKI verður hægt að nota þá breytingu til að spá til um þróun vísitölunnar næstu mánuði. Skoða verður lengra tímabil.

Mín spá fyrir verðbólgu núna í apríl er á bilinu 8,8 – 9,2% og líklega nær efri mörkum en þeim neðri.

Greinina birti Marinó á Facebooksíðu sinni. Ritstj. Miðjunnar valdi fyrirsögnina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: