- Advertisement -

Icelandair lék Guðmund ansi grátt – Ótrúleg frásögn farþega sem vildi kaupa flug

Guðmundur nokkur var illa svikinn í gærkvöldi þegar hann reyndi að bóka sér far með Icelandair til Helsinki-borgar í Finnlandi. Á 5 mínútna tímabili hækkaði fargjaldið um nærri helming þegar hann reyndi fjórum sinnum að ganga frá miðanum.

Guðmundur lýsir tilraunum sínum í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Svona er frásögn hins óheppna farþega:

„Á 5 mínútna tímabili í gærkvöldi hækkaði flugfar Icelandair til Helsinki úr 44.845 í 83.730. Í hvert skipti sem ég reyndi að bóka hið stighækkandi fargjald komu upp skilaboð um að einhver annar hefði bókað farið farmiðann á því gjaldi. Þetta gerðist fjórum sinnum á nokkrum mínútum, segir Guðmundur vonsvikinn.

Ítrekað komu þessi skilaboð upp hjá Icelandair og verðmiðinn hækkaði stöðugt.
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar ég ætlaði að bóka fargjadlið á 44.845 þá fékk ég þau skilaboð um að einhver annar hefði bókað þetta fargjald og ég sendur tilbaka, þá hafði fargjaldið hækkað upp í rúm 49.000.

Ég bókaði það umsvifalaust en fékk sömu skilaboð um að einhver annar hefði bókað fargjaldið og ég sendur tilbaka. Þarna var fargjaldið komið í 55.000. Svona gekk þetta, næst hækkaði það í 63.000, svo í 79.000 og að síðustu rann bókunin í gegn þegar fargjaldið (aðra leið) var komið í 83.730. Þetta gerðist allt saman á 5 mínútum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: