- Advertisement -

Neytendur eru rændir um hábjartan dag

Jóhann Hlíðar Harðarson skrifaði ´a Facebook:

Það er gaman, nei ekki gaman, meira svona forvitnilegt, að bera saman tvö dæmi um þróun bensínverðs á nýliðnu ári og hvernig stjórnvöld og olíufélög viðkomandi ríkja hafa brugðist við.

Í upphafi síðasta árs fór heimsmarkaðsverð á bensíni að hækka. Og það hélt áfram að hækka verulega. Eðlilega hækkaði það þá til kúnnans, alls staðar.

Hér á Spáni gripu stjórnvöld til þess um mitt ár að koma til móts við almenning með því að endurgreiða neytendum 20 cent (um 30 ISK) af hverjum lítra sem þeir dældu á bílinn. Það þýddi t.d. að ég borgaði 42 evrur fyrir hverjar 50 evrur sem ég keypti af bensíni. Stjórnvöld á Íslandi gerðu ekkert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bensínverð:

Hvorki stjórnvöld, verkalýðshreyfingin, neytendur né nokkur annar? Það er því kannski skiljanlegt að eigendur olíufélaganna hagi sér eins og siðleysingjar. Þeir komast nefnilega upp með það.

Á síðari hluta árs fór heimsmarkaðsverð lækkandi. Það þýðir að verðið lækkar á bensínstöðvum og þar með til neytandans á nýjan leik. Á Spáni. Ekki á Íslandi.

Undir lok árs var lítraverð hér komið í svipað horf og það var í byrjun árs. Af þeim sökum afnema stjórnvöld 20 senta endurgreiðsluna frá og með deginum í dag. Bensínverð á Íslandi hefur ekki lækkað þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði.

Það er fróðlegt að bera saman þessa ólíku hegðun. Það blasir við að það er verið að ræna fólk um hábjartan dag. (Allar skýringar olíufélaganna á því að þau hafi ekki lækkað verð (birgðastaða blablabla) eru lygi og hafa verið það árum saman). En þau komast upp með það. Af hverju lækkar eldsneytisverð í öðrum löndum en ekki á Íslandi? Og af hverju gerir enginn neitt í því? Hvorki stjórnvöld, verkalýðshreyfingin, neytendur né nokkur annar? Það er því kannski skiljanlegt að eigendur olíufélaganna hagi sér eins og siðleysingjar. Þeir komast nefnilega upp með það.

Sjá nánar h´er.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: