- Advertisement -

Segir há laun skýringu á háu verðlagi

Samfélag Fréttir um að Ísland sé dýrasta ferðaland veraldar þurfa ekki að koma á óvart. Sem dæmi má nefna að 750 milllítrar af kranavatni á flösku hafa kostað 750 krónur í Þrastalundi í Grímsnesi.

Forystufólk í ferðaþjónustu hefur sínar skýringar. Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Suðurlandi hefur skýringar á hvers vegna verðlag er svona hátt:

„Í mínum huga er enginn vafi á því að við erum að spenna bogann of hátt. Launahækkanirnar á undanförnum árum hafa verið gríðarlegar og á sama tíma hafa tekjur fyrirtækjanna í íslenskum krónum verið að lækka. Við þurfum alvarlega að íhuga okkar gang,“ segir Friðrik, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, og bætir því við að við þurfum að velta fyrir okkur hve lengi spennandi ímynd landsins muni fá túrista til að koma hingað þrátt fyrir verðlagið.

Af orðum Friðriks er svo að skilja að hátt verðlag sé ekki síst launum starfsmanna í ferðaþjónustu að kenna. Hann nefndi einnig hátt gengi íslensku krónunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: