- Advertisement -

Davíð dregur Moggann niður í svaðið

Helga Vala: „…fjöl­miðill­inn Morg­un­blaðið er dreg­inn niður í svaðið með rit­stjór­an­um og fjórða valdið skadd­ast.“

Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu skrifar í dag, sem svo oft áður, grein í Moggann, sem hún hefur gert reglulega í nokkurn tíma. Segja má að grein dagsins sé einhverskonar uppsagnarbréf. Skrif dagsins eru um ritstjóra Moggans, Davíð Oddsson. Helga Vala hefur ekki miklar mætur á ritstjóranum:

„Því miður þá hef­ur rit­stjór­inn og þeir sem hon­um hlýða á rit­stjórn blaðsins fallið ít­rekað á fagmennskuprófinu. Vilji rit­stjór­ans til að af­vega­leiða umræðuna, fara fram með hálfs­ann­indi og róg­b­urð, dylgj­ur eða níð hef­ur því miður dregið fjöl­miðil­inn niður á slíkt plan að enn á ný stend­ur maður frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu til hvers í ósköp­un­um maður er að taka þátt í pistlaskrifum í sama blað. Tíma­setn­ing­in er eng­in til­vilj­un enda hef­ur rit­stjór­inn um ára­tuga­skeið beitt ná­kvæm­lega sömu tækni. Það vita þeir sem starfað hafa með hon­um í stjórn­mál­um og víðar. Ef þú fylg­ir hon­um ekki í einu og öllu ertu á móti hon­um. Það er eng­inn milli­veg­ur og þá skipta staðreynd­ir eða sann­leik­ur engu máli.

Til­gang­ur­inn helg­ar meðalið, fjöl­miðill­inn Morg­un­blaðið er dreg­inn niður í svaðið með rit­stjór­an­um og fjórða valdið skadd­ast. Eft­ir stend­ur viðfangs­efnið, stund­um laskað, stund­um fíleflt en fjöl­miðill­inn og þar af leiðandi hið upp­lýsta sam­fé­lag ber skaðann.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: