- Advertisement -

SA ætti að óska eftir skattabreytingum

Lækkun á skatta hinna ríku hefur grafið undan velferðarkerfinu.

Gunnar Smári skrifar:

Í raun ætti það að vera SA sem gerði kröfur á stjórnvöld um lækkun skatta á launafólk og hækkun skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendur. Vegna tilfærslu á skattbyrði frá hinum ríku til almennings hafa lífskjör launafólks dregist aftur úr, einkum fólks með lægri meðallaun og lág laun.

Lækkun á skatta hinna ríku hefur síðan grafið undan velferðarkerfinu, brotið niður félagslega íbúðakerfið, aukið gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu og dregið mikið úr mildandi áhrifum velferðarkerfisins á lífskjör þeirra sem eru á lágum launum og meðaltekjum. Þetta hefur svo valdið því að fólk á lágum launum og meðaltekjum gerir kröfur um miklar launahækkanir.

Svo miklar að fyrirtækjaeigendur telja sig ekki geta staðið undir þeim. Þeir eiga því að fara til stjórnvalda ásamt fjármagnseigendum og segja: Þið gáfuð okkur 150 milljarða árlega með skattabreytingum nýfrjálshyggjuáranna. Takk fyrir það. En við gengum of langt. Þetta hefur brotið allan frið í samfélaginu. Nú verðið þið að taka 50 milljarða af þessu aftur og nota til skattalækkana á láglaunafólk, millitekjufólk, ungt fólk og barnafjölskyldur. Að öðrum kosti verðum við að hækka launin meira en við ráðum við, sem mun leiða til verðbólgu og óstöðugleika.

Svona gætu fyrirtækjaeigendur lagt dæmið upp. Staðan er sú að ef þeir ætla að halda öllum feng sínum frá ójafnaðarárunum munu kjaradeilur ekki leysast.

Það er með ólíkindum að fyrirtækjaeigendur hafi ekki verið spurðir um þetta opinberlega: Þurfið þið ekki að skila hluta af feng nýfrjálshyggjunnar? Setja á eignaskatta, hækka fjármagnstekjuskatt og leggja á hann útsvar, hækka tekjuskatt fyrirtækja og hækka erfðafjárskatt?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: