- Advertisement -

Kópavogur hækkar leigu á þau verst settu

„Samkvæmt frétt á heimasíðu Kópavogs er gert ráð fyrir að leiga hækki hjá lægstu tekjuhópunum um rúmlega 6%. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti breytingarnar einróma á fundi 10. mars sl. en þær eru afrakstur vinnu nefndar sem falið var að endurskoða fyrirkomulag félagslegs húsnæðis á vegum Kópavogsbæjar,“ segir á vefsíðu Öryrkjabandalagsins, obi.is.

„Eftir breytinguna verður fast verð á hverja íbúð 47.000 kr. á mánuði auk þess sem hver fermetri íbúðar er verðlagður á 1.170 kr. Þá verður sú breyting  frá og með 1. apríl að leigjendur í félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi eiga rétt á að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning. Á heimasíðu bæjarins segir að þetta sé liður í því að samræma leiguverð og beina stuðningi bæjarins frekar til tekjulægri leigjenda.

Um 420 íbúðir eru í útleigu hjá Kópavogsbæ í félagslega húsnæðiskerfinu. Íbúðir hafa verið  verðlagðar með mismunandi hætti eftir því hvenær leigusamningur var gerður. Með breytingunni er tryggt að leigjendur greiði sömu leigu fyrir sambærilegar eignir. Við útreikninga verður notast við birt flatarmál íbúða samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: