- Advertisement -

Bjórflöskur sem brotna niður

Bjórframleiðandinn Carlsberg hyggst framleiða niðurbrjótanlegar bjórflöskur og verður þetta fyrsta flaskan af því tagi. Þróun og framleiðsla flöskunnar er hluti af framtaksverkefni Carlsberg um hringrásarhagkerfi

Græntrefjaflaskan verður framleidd úr viðartrefjum af sjálfbærum uppruna og hefur fyrirtækið gert 3ja ára samstarfssamning um þetta verkefni við umbúðafyrirtækið ecoXpac, Nýsköpunarsjóð Danmerkur og Tækniháskóla Danmerkur. Rekja má um 42% af kolefnisspori Carlsberg til umbúða og ætti þetta framtak því að geta dregið verulega úr losun fyrirtækisins. Vonir standa til að verkefnið marki tímamót í umbúðamenningu og verði þannig mikilvægt skref í átt að hringrásarhagkerfi án úrgangs.

Á myndinni fyrir ofan má sjá flöskur Carlsberg í gegnum tíðina, lengst til vinstri er gömul flaska, sú í miðið er flaskan í dag og þarna lengst til hægri er nýja niðurbrjótanlega flaskan.

Sjá frétt á vef Náttúrunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: