- Advertisement -

Bjarkey: „Það má því segja að hér sé verið að innleiða handbremsu í kerfið“

Þetta er alveg hreint stórkostlega galið. Auðvitað er hægt að veita leyfi til ákveðins tíma og setja inn takmarkanir verði brot á gerðu samkomulagi. Þetta er ein þvæla út í gegn.

– sme

Alþingi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra fékk í fangið eilífðarlöng leyfi til eigenda sjókvíaeldis við Ísland. Nú fá eldisfyrirtækin leyfi til sextán ára en stefnt er að leyfin verði eilíf.

„Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að löggjöfin væri óljós varðandi þetta atriði og segir þannig í ábendingu, með leyfi forseta, „að matvælaráðuneyti þurfi að taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfi teljist tímabundin eða ótímabundin eign“. Sérstaklega var bent á í skýrslunni að þegar rekstrarleyfi renna út þá hefur Matvælastofnun afar takmarkaðar heimildir til að synja aðila um endurnýjun þrátt fyrir að frávik hafi orðið í starfseminni eða hún ekki innan markmiða laganna,“ sagði Bjarkey á Alþingi.

„Enn fremur eru heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa afar takmarkaðar í núgildandi lögum. Það þýðir að í dag getur rekstraraðili í raun farið á svig við rekstrarleyfið og þær skyldur sem á honum hvíla þar sem þessar heimildir eru takmarkaðar til þess að stöðva atvinnustarfsemina innan þeirra 16 ára sem leyfið er í gildi. Þessu viljum við breyta.“

Persónulega hef ég engan áhuga…

Þarna er mikið sagt. Nánast að sama sé hvaða óskunda eldismenn gera þá sé ekkert hægt að gera fyrr en sextán ára reglunni liðinni.

„Segja má að útgáfa ótímabundinna leyfa sé leið til þess að leggja auknar byrðar og skyldur á herðar rekstraraðila enda hlýtur rekstraraðilinn aukin og betri réttindi. Það má því segja að hér sé verið að innleiða handbremsu í kerfið. Með þessu frumvarpi er því settur fram skýr rammi til að afturkalla leyfin. Nýtingarréttindi sem hljótast með þessu frumvarpi verður því mögulegt að afturkalla ef markmið löggjafarinnar eru brotin. Persónulega hef ég engan áhuga á að gefa afslátt af markmiðum þessa frumvarps.“

Þetta er alveg hreint stórkostlega galið. Auðvitað er hægt að veita leyfi til ákveðins tíma og setja inn takmarkanir verði brot á gerðu samkomulagi. Þetta er ein þvæla út í gegn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: