- Advertisement -

Ráðherra hunsar reynslu sérfræðinga

Þorsteinn Sæmundsson.

„Heil­brigðisráðherra hélt upp á alþjóðleg­an bar­áttu­dag kvenna með því að taka á móti bæna­skjali meira en fimm þúsund ein­stak­linga um að skiman­ir á leg­hálskrabba­meini verði flutt­ar til lands­ins að nýju eft­ir hrak­för ráðherr­ans með sýni til Dan­merk­ur. Sú ákvörðun hef­ur valdið óþolandi drætti á því að niður­stöður ber­ist kon­um sem bíða milli von­ar og ótta. Auk þess veld­ur hringl með sýni milli landa auk­inni hættu á að sýn­in mis­far­ist. Áður voru þau flutt milli her­bergja hjá Krabba­meins­fé­lag­inu,“ skrifar Þorsteinn Sæmundsson í Mogga dagsins.

„Sýna­úr­vinnsla auk brjósta­skimun­ar voru hrifsuð af Krabba­meins­fé­lag­inu og færð Land­spít­ala sem ekki var í fær­um að taka við kefl­inu fyr­ir­vara­laust. Það verður ekki sagt að sýna­taka og úr­vinnsla Krabba­meins­fé­lags­ins hafi verið án áfalla en unnið hafði verið að úr­bót­um og fé­lagið hafði orðið sér úti um ná­kvæm­ari búnað til rann­sókn­ar á sýn­um. Land­spít­al­inn hafði lýst því yfir að hann réði við úr­vinnslu og rann­sókn á sýn­um þrátt fyr­ir mikið álag á spít­al­ann. Marg­ir helstu sér­fræðing­ar lands­ins hafa stigið fram og gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ákvörðun heil­brigðisráðherra. M.a. hef­ur verið bent á að með henni geti mik­il­væg þekk­ing og reynsla rann­sókn­ar­fólks hér á landi glat­ast. Það ber að vona að ráðherra beri gæfu til þess að hlusta á radd­ir sér­fræðinga og þess stóra hóps kvenna sem lýst hafa áhyggj­um sín­um og end­ur­skoði ákvörðun sína um skiman­ir.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: