- Advertisement -

Hver á eldgosið?

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður skrifar:

Í vetur fór að gjósa á Reykjanesi. Gosið kom upp í óbyggðu og hrjóstrugu landi jarðarinnar Hrauns. Síðan gos hófst hefur stöðugur straumur fólks verið að gosinu. Ríkið hefur lagt í kostnað við að laga aðgengi og verjast hraunflæði. Ekki geta allir komist fótgangandi að gosinu. Því hafa þyrluflugfélög og önnur flugfélög boðið ferðir. Þyrlur geta lent nálægt gígum og farþegar farið út og borið gosið augum með sama hætti og þeir sem hafa gengið eða hjólað.

Eigendur Hrauns vilja ekki lengur leyfa flug að gosstöðvunum og lendingu nema þeir fái greitt. Krafa um 20.000 kr á lendingu var sett fram án þess að því fylgdi nokkur þjónusta. Til samanburðar kostar lending á Reykjavíkurflugvelli þar sem veitt er full þjónusta fyrir þyrlu á bilinu 4,500 til 5,500 kr.

Eigendur Hrauns virðast líta á eldgos sem viðburð sem þeir geta selt inná án þess að þurfa að leggja neitt af mörkum og láta ríkissjóð og björgunarsveitir um öll útgjöld og eftirlit.

Norðurflug hefur aldrei neitað að greiða fyrir að lenda á landi Hrauns að því gefnu að eitthvert vitrænt samband væri milli gjalds og þjónustu. Þannig er það ekki í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: