- Advertisement -

Á að galopna leið til aukinnar spillingar?

„Það virkar dálítið þannig að það sé verið að kaupa ákveðið aðgengi að völdum í gegnum svona framlög.“

Björn Leví Gunnarsson.

Alþingi „Það að troða einhvern veginn fjármögnun stjórnmálasamtaka í gegnum lögaðila, þar sem sögulega séð er möguleiki á spillingu, við skulum bara hafa það algerlega á hreinu — það virkar dálítið þannig að það sé verið að kaupa ákveðið aðgengi að völdum í gegnum svona framlög.“

Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson um vilja Sjálfstæðisflokksins til að draga úr ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka og auka um samtímis leiðir til að fyrirtæki og félög geti styrkt flokkanna meira en nú er hægt.

„Það er bara mjög auðvelt að rekja svoleiðis tengsl, alla vega möguleika á slíkum tengslum og við ættum að passa okkur á því. Það er ekki séns á einhvers konar spillingarmöguleikum í ríkisframlögum t.d. til stjórnmálaflokka. Lýðræði kostar sitt þegar allt kemur til alls. En eins og ég segi: Þetta frumvarp snýst ekkert um ríkisvæðingu. Það snýst bara um það að hver einn og einasti einstaklingur geti bara styrkt stjórnmálasamtök einu sinni en ekki tvisvar,“ sagði Björn Leví.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: