- Advertisement -

Anna Kristjáns á Tenerife: „Ég varð fyrir mjög alvarlegu slysi í gær“

Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum sem nýtur elliáranna á Tenerife, er efinst um að hún geti verið utandyra næstu vikurnar. Svo alvarlegt hafi „slysið“ verið sem hún varð fyrir í gær.

Þetta kemur fram í nýjustu færslu Önnu sem er dugleg að leyfa fólki að fylgjast með því sem á daga hennar drífur á eyjunnni fögru. Til að segja betur frá slysinu skulum við gefa henni orðið.

„Dagur 1022 – Ég varð fyrir mjög alvarlegu slysi í gær, svo alvarlegu að ég veit ekki hvort ég geti látið sjá mig utandyra næstu vikurnar. Við höfðum setið tvær að sumbli á Önnubar, ég og Eyjamærin Helga Ólafs og vorum að taka saman eftir drykkjuskapinn og þá gerðist það, minna en viku eftir að ég hafði farið í neglur, bæði á fingrum og tám. Ég var rétt að koma inn af svölunum er ég rak mig í eitthvað og ég áttaði mig á því um leið að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég braut nögl,“ segir Anna.

Anna birti mynd af „áverkunum“ eftir slysið.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: