- Advertisement -

Bardagamaður Mjölnis kærður fyrir líkamsárás – Formaðurinn: „Við kennum mönnum að bakka út úr aðstæðum“

Bardagamaður Mjölnis hefur verið kærður til lögreglu fyrir líkamsárás sem átti sér stað á barnum Dubliner fyrir skömmu. DV greinir frá og segir viðkomandi hafa keppt fyrir félagið, meðal annars á erlendri grundu,

Maðurinn er sagður hafa slegið tvær og hálfa tönn úr dyraverði og slegið starfskonu sem reyndi að koma dyraverðinum til hjálpar í andlitið. Á þetta ekki að vera fyrsta skipti sem bardagamaðurinn er sakaður um slagsmál á skemmtistöðum borgarinnar.

Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, kannast við kæruna og sesgist hafa brugðist strax við með því að víssa manninum úr félaginu meðan rannsókn stendur yfir.

„Við tökum á svona málum og þau eru metin hvert fyrir sig. Það eru tvær hliðar á svona málum og þetta er ekki alltaf einfalt. Á meðan þetta er ekki komið í ljós er reglan sú að vísa mönnum frá tímabundið og það getur orðið varanlegt – en að minnsta kosti í nokkra mánuði,“ segir Haraldur og ítrekar að félagið hafni öllu ofbeldi:

„Ef menn eru ekki beinlínis að verja hendur sínar, þannig að það hafi verið ráðist á þá eða einhverja sem eru þeim nákomnir, þá er reglan að vísa mönnum úr félaginu. Svo er rétt að benda á að það er oftast óþarfi að láta hluti þróast út í slagmál, við kennum mönnum að bakka út úr aðstæðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: