- Advertisement -

Barist um bitann – samt er nóg til

Vetur á Spáni:

Hamstrað á Spáni. Allt uppselt. Samt á ekki að loka matvöruverslunum.

Hér í Lomas De Campoamor er barist um bitann. Sérverslunum og annars konar þjónustu apparötum verður lokað. Ekki matvöruverslunum og ekki apótekum. Útlendingarnir ruku til og keyptu allt. Allt sem var í boði.

Veit ekki hvernig Spánverjar haga sér. Þeir eru í minnihluta hér í hverfinu. Myndirnar sem ég tók í gær hefðu eins getað verið teknar í Bónus eða Krónunni. Það er mið er tekið af fréttamyndum að heiman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fólk virðist hafa farið á taugum. Veit ekki hvort ástæða er til. Við keyptum inn. Játa að við keyptum meira en venjulega. Helst var það vatn. Án þess er afleitt að vera. Til þessa hefur ekkert í okkar umhverfi bent til að hættuleg veira leiki lausum hala.

Nú er það breytt. Vonandi fer allt vel.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: