- Advertisement -

BB: Þingmaður „í sitt hvorum sokknum“

Enn og aftur var Bjarni Benediktssyni misboðið í þingsal. Nú, sem stundum áður, var það Björn Leví Gunnarsson sem fór í taugar ráðherrans.

Hér er brot úr ræðu Bjarna:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður sem hér talaði vill heimfæra upp á fjármálaráðherrann ábyrgð á frumvarpi sem hann ekki lagði fram og var síðan á endanum samþykkt samhljóða á Alþingi. Hann segir síðan: Hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð að segja, virðulegi forseti, mér er algerlega orðið misboðið, að þessi háttvirti þingmaður sem kemur hér á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað, hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal, skuli ætlast til þess að maður taki svona fyrirspurn alvarlega. Ég get bara ekki gert það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: