- Advertisement -

Bergþór kemur Gísla Marteini til varnar: „Það er bara della“

Tónlistarmaðurinn, dansarinn og skemmtikrafturinn Bergþór Pálsson hefur greinilega fengið nóg af þeirri umræðu í þjóðfélaginu að það séu alltaf sömu gestirnir sem fengnir eru í spjall hjá sjónvarpsstjörnunni Gísla Marteini Baldurssyni á föstudagskvöldum. Bergþór kemur Gísla til varnar í færslu á Facebook:

„Það var verið að sýna brot úr þáttum vetrarins af Vikunni. Ég hef svo oft lesið á facebook að Gísli Marteinn sé alltaf með sama fólkið í þáttunum. Það er bara della,“ segir Bergþór ákveðinn.

Fjölmargir blanda sér í umræðuna undir þræði Bergþórs. Flestir tjá sig með jákvæðum hætti um þátt Gísla á meðan aðrir segjast varla geta horft á þáttinn. Aðalheiður er ein þeirra jákvæðu. „ Mér er nákvæmlega sama hvað fólk segir. Mér finnast þættirnir alltaf skemmtilegir og einlægir. Gísli er þannig persónuleiki að það virðast allir vera afslappaðir í kringum hann,“ segir Aðalheiður.

Eiríkur Jónsson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, tjáir líka skoðun sína á gestaganginum í Vikunni með Gísla. „ að er oftast fólkið í sófanum sem ræður úrslitum um gæði þáttanna, – ef þar situr fólk sem hefur eitthvað gott fram að færa eru þættirnir bara ágætir,“ segir Eiríkur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigríður nokkur virðist ekki mjög hrifin. „Ógeðslega montinn og leiðinlegur stjornandi. Slekk núorðið,“ segir hún. Og Hörður er heldur ekki ánægður. „GM fer í fínustu taugar margra sem ég þekki og þeir/þær slökkva á sjónvarpinu þegar þáttur hans byrjar. Ég hef fullan skilning á því,“ segir Hörður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: