- Advertisement -

Bjarni neitar að lækka bensínskattinn: „Það þyrfti al­veg sér­staka rétt­læt­ingu fyr­ir því“

Á sama tíma og bensín hefur aldrei verið dýrara hér á landi er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ekki á þeim buxunum að lækka tíma­bundið gjöld á eldsneyti.

„Við mynd­um ekki vilja grípa til örv­andi aðgerða þegar það er spenna í hag­kerf­inu,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Lægsta bensínverðið í dag er hjá Costco þar sem verð á bens­ín­lítra er 281,8 krón­ur. Verð á bens­íni er 320,9 krón­ur hjá N1 og 319,3 krón­ur hjá Ork­unni. Hlut­ur ís­lenska rík­is­ins í bens­ín­verði er í dag um 50 pró­sent.

Bjarni segir eitthvað sérstakt þurfi að koma til svo hann skoði að lækka gjöld ríkisins á bensíninu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við höf­um ekki verið að und­ir­búa slík­ar aðgerðir og ef eitt­hvað er þá myndi ég hall­ast að því að í ljósi vaxta­hækk­anna og versn­andi verðbólgu sem orðið hef­ur frá því að fjár­mála­áætl­un var lögð fram kæmi frek­ar til álita að við mynd­um skoða leiðir til þess að auka aðhaldið og leggja þannig meira af mörk­um til þess að slá niður verðbólgu­vænt­ing­ar.

Af hverju lækk­ar ekki Seðlabank­inn vexti ef heim­il­in verða fyr­ir nýj­um út­gjöld­um og ef verk­efnið snýst um að gera öll­um kleift að kom­ast í gegn­um tíma­bilið? Það er vegna þess að við erum í dag að upp­lifa of mikla spennu í hag­kerf­inu og helm­ing­ur fyr­ir­tækja fær ekki nægi­lega margt starfs­fólk. Laun hafa hækkað hérna um í kring­um átta pró­sent síðasta árið, við erum ennþá að taka út tals­verða kaup­mátt­ar­aukn­ingu þrátt fyr­ir allt og það eru öll merki þess í augna­blik­inu að það sé of mik­il spenna í hag­kerf­inu og aðgerðir sem myndu verða til þess falln­ar að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­ila væru að verka öf­ugt við það sem Seðlabank­inn er að reyna að gera og það þyrfti al­veg sér­staka rétt­læt­ingu fyr­ir því.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: