- Advertisement -

Borg og ríki sammála um friðun

Samfélag Borgarráð hefur samþykktað í samræmi við bréfaskipti borgarstjóra og forsætisráðherra verði lagt til við Minjastofun að tvö hús á stjórnarráðsreit verði friðuð: Gamla Hæstaréttarhúsið, hannað af Guðjóni Samúelssyni 1949, en í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs segir að mikilvægt sé að vernda stílhreint, klassískt yfirbragð byggingarinnar, sem er eitt besta dæmi þess stíls í Reykjavík. Hitt húsið, Sölvhólsgata 13, hannað af Einari Erlendssyni, verði einnig friðað.“

Í umsögn segir að Sölvhólsgata 13 sé eitt fárra dæma um atvinnuhúsnæði sem var einkennandi fyrir svæðið áður, og hafi gildi þess aukist á þeim áratug sem liðinn er frá því síðustu húsakannanir og húsverndarhefti voru unnin en þar var ekki lagt til að húsin væru friðuð.

Borgarfulltrúar minnihlutans sátu hjá en Framsókn bókaði að taka skuli undir orð í bréfi forsætisráðherra að forsætisráðuneytið fagni þeirri stefnumörkun sem felst í yfirlýstum vilja Reykjavíkurborgar til að endurskoða skipulag miðborgarinnar með það að markmiði að vernda söguleg mannvirki sem ekki njóta friðunar vegna aldurs og að ráðuneytið vænti þess að sama nálgun verði viðhöfð við endurskoðun skipulags á öðrum reitum í miðborg Reykjavíkur. Þá er tekið undir væntingar ráðuneytisins um að sama nálgun verði viðhöfð við endurskoðun skipulags á öðrum reitum í miðborg Reykjavíkur og að litið sé á að í erindi borgarinnar felist auk þess hvatning til forsætisráðuneytis um að tryggja að fleiri hús, sem ekki njóta sjálfkrafa aldursfriðunar samkvæmt lögum, verði varðveitt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: