- Advertisement -

Borgin borgar yfir 100 milljónir í upplýsingafulltrúa

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er hluti kostnaðar við elítustjórnmál, stjórnmál sem eru í veikum tengslum við almenning. Hlutverk upplýsingafulltrúa er meira og minna að sannfæra almenning um að aðgerðir sem fólk bað ekki um sé í raun það sem það þarf á að halda og það sem fólk bað um sé bara vitleysa. Það færi betur á því að upplýsingafulltrúarnir væru í vinnu á almennilegum ritstjórnum og myndu skoða aðgerðir stjórnvalda frá sjónarhorni almennings.

Með því að flytja 10 upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og aðra 10 frá stærri sveitarfélögum plús líklega 50 á vegum ríkisins (ætli ráðherrarnir séu ekki með um 25-30 manns á sínum vegum til að skrifa um sig lofgjörð?) mætti stórefla Ríkisútvarpið og/eða aðra fjölmiðla og stórbæta þar með upplýsingastreymi í samfélaginu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar ég byrjaði í blaðamennsku fyrir tæpum 40 árum voru um 150 blaðamenn á Íslandi og einn upplýsingafulltrúi. Hann hét Jón Hákon Magnússon. Nú eru eitthvað færri blaðamenn starfandi, kannski 130, en upplýsingafulltrúar eru orðnir eitthvað um 900. Og þeir menga allt upplýsingaflæði í samfélaginu, valda því að það sem þú heyrir og sérð er meira og minna skilaboð frá valdinu og auðnum. Blaðamenn, sem ætíð þurfa að taka stöðu með almenningi, horfa á heiminn frá sjónarhóli venjulegs fólks, hafa orðið undir upplýsingaóreiðu upplýsingafulltrúa stjórnvalda, félagasamtaka og fyrirtækja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: