- Advertisement -

Verður Reykjavík svipt sjálfstæði?

Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, skrifar um stöðu Reykjavíkur og reyndar Parísar líka í leiðara dagsins. „Árið 2014 var ör­laga­ríkt fyr­ir Par­ís og Reykja­vík því að þá tóku nýir borg­ar­stjór­ar við í þess­um höfuðborg­um, sósí­alist­inn Anne Hi­dal­go í Par­ís og sam­fylk­ing­armaður­inn Dag­ur B. Eggerts­son í Reykja­vík. Skuld­irn­ar í Par­ís hafa síðan tvö­fald­ast og nú er rætt í rík­is­stjórn Macrons um hvort skipa þurfi Par­ís eft­ir­lits­mann.“

Og áfram:

„Þróun skulda er svipuð hjá Degi en mun­ur­inn er þó sá að skuld­ir Reykja­vík­ur á íbúa eru um þrítug­fald­ar skuld­ir Par­ís­ar. Sé aðeins horft til skulda borg­ar­sjóðs sjálfs eru skuld­ir Reykja­vík­ur á íbúa samt um 12-fald­ar á við skuld­ir Par­ís­ar. Samt er rætt um skelfi­lega stöðu þar en hér fell­ur borg­ar­stjóri í hverj­um kosn­ing­um á fæt­ur öðrum og fær æv­in­lega aðstoð við að end­ur­reisa völd sín og halda áfram skulda­söfn­un­inni. Nú síðast frá flokki ráðherra sveit­ar­stjórn­ar­mála.

En það er fleira líkt með Par­ís og Reykja­vík. Þar er rætt um gríðarlega fjölg­un emb­ætt­is­manna, sem er nokkuð sem Dag­ur hef­ur einnig gert, og þar hef­ur pen­ing­um skatt­greiðenda ít­rekað verið sóað í vafa­söm verk­efni. Þá er kvartað und­an því að Par­ís hafi orðið skít­ugri, ljót­ari og hættu­legri í tíð nú­ver­andi borg­ar­stjóra, sem skýri fólks­fækk­un á síðustu árum. Í tíð Dags hef­ur þró­un­in í ásýnd borg­ar­inn­ar verið svipuð, en að vísu hef­ur ekki orðið fólks­fækk­un í Reykja­vík. Fjölg­un­in er þó mun minni en ann­ars staðar á land­inu.

Hvenær ætli yf­ir­völd sveit­ar­stjórn­ar­mála þurfi að grípa inn í stjórn höfuðborg­ar­inn­ar? Að óbreyttu stytt­ist í það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: