- Advertisement -

FORGÖNGUMAÐURINN EKKI NEFNDUR

Árni Gunnarsson skrifaði:

Maðurinn, sem hafði forgöngu um viðurkenningu ríkjanna, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur varla verið nefndur í þessum fréttaflutningi.

Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því fjölmargar þjóðir viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Frá þessu hefur verið greint í fjölmiðlum á Íslandi og víða um heim.

Maðurinn, sem hafði forgöngu um viðurkenningu ríkjanna, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur varla verið nefndur í þessum fréttaflutningi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann sýndi mikinn kjark og áræði, þegar hann fór til Litháen að beiðni forseta landsins og í skugga rússneskra herja, sem voru þá í landinu. Þar lýsti hann afdráttarlausum skoðunum sínum á rétti Eystrasaltsríkjanna til frelsis og sjálfstæðis. Nokkrar vestrænar lýðræðisþjóðir brugðust við skoðunum hans með þeim hætti, að verður þeim til ævarandi skammar. En Jón Baldvin lét ekki deigan síga og fljótlega fylgdu aðrar þjóðir á eftir.

Segja má, að í Eystrasaltsríkjunum njóti Jón Baldvin meira álits en nokkur annar útlendingur, sem þar hefur komið við sögu. Torg og stræti hafa verið nefnd nafni hans og nú er hann heiðursgestur, ásamt konu sinni, við hátíðahöld í tilefni 20 ára afmælis hins nýfengna frelsis.

Að nafn hans skuli ekki vera nefnt í frásögnum fjölmiðla á Íslandi í tilefni 20 ára sálfstæðistímamótanna, er ekki bara skammarlegt; það er smánarlegt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: