- Advertisement -

Einn berfættur og annar gekk á höndum

Einhverjir þingmenn geta ekki á heilum sér tekið þar sem Birni Leví Gunnarssyni þykir gott að ganga um á sokkaleistunum. Bjarni Benediktsson missti sig yfir uppátækinu í ræðustól þingsins. Honum var fulkomlega ofboðið. Sagði Björn Leví vera í sitthvorum sokknum.

Nú upplýsir Björn Leví að hann hafi verið kallaður á teppið vegna þessa. Kannski kveljast fleiri en Bjarni vegna þessa uppátkis? Bjarni er, enn sem komið er hið minnsta, sá eini sem hefur gert sokkaleistagöngu Björns Leví að umræðuefni í þingsalnum.

Þórlindur Kjartansson, sá ágæti maður, vann með mér um tíma á Fréttablaðinu. Hann átti til að ganga um ritstjórnarskrifstofuna á höndum. Var einstklega hæfur í þeirri göngu og fór undarega hratt yfir. Ég hafði gaman af uppátækinu og var ekki einn um það.

Ég fullyrði að enginn kvartaði vegna handagöngiu Þórlindar. Svona er fólk misjafnt.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: