- Advertisement -

ÖJ: Fleiri fjölmiðlar = verri fjölmiðlar

Alþingi Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði á Alþingi seint í gærkvöld að hann væri þeirrar skoðunar að sökum smæðar samfélagsins séu því takmörk sett hvað við höfum efni á mikilli fjölbreytni á öllum sviðum.

Tilefnið var barátta þingmannsins fyrir vörnum fyrir Ríkisútvarpið. Ögmundur talaði um hversu háskólarnir eru orðnir margir og sagðist efast um að nám hafi batnað með fleiri skólum.

„Ég held líka að þetta eigi við um fjölmiðlana. Við getum fjölgað fjölmiðlum út í hið óendanlega án þess að bæta gæðin. Þó einhver fái þá flugu í höfuðið að vilja setja upp fjölmiðil að þá eigi hann tilkall inn í rekstrartekjur, lögbundnar, það hef ég efasemdir um. Ég er ekki, því miður á því að fjölmiðlun á Íslandi hafi batnað með aukinni fjölbreytni, ég held ekki. Ég held því miður að hún hafi að mörgu leyti dalað. Ef við berum okkur saman við það sem var hér áður. Við þurfum að meta þetta saman líka, mikilvægi fjölbreytninnar, sem ég vil gjarnan, en það getur líka orðið á kostnað gæðanna.“

 

Hér er ræða þingmannsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: