- Advertisement -

Þingmenn Sjálfstæðisflokks segjast vera saklausir í lekamálinu

„Í mínum augum er það ekkert flóknara en það, ef við ætlum að fara út í dylgjur varðandi nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hagnast augljóslega mest af því að geta verið með svona orðræðu finnst mér augljósara að niðurstaðan sé sú. En ég ætla hins vegar ekki að nota slíkar dylgjur. Ég er bara að vekja athygli á þeim til að hafa það alveg á hreinu að þetta er ekki alvarlegt mál,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þegar hann talaði um hver hafi lekið skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Þá varð allt vitlaust:

„Við skulum heldur ekkert vera með dylgjur um að það hafi verið þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi lekið hér trúnaðargögnum eða einhver annar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokki: „Ég er eiginlega orðlaus. Ég skil eiginlega ekki hvernig háttvirtum þingmanni Birni Leví Gunnarssyni dettur í alvörunni í hug að standa hér í pontu Alþingis og saka nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, um að hafa lekið skýrslunni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví kallar fram í: Ég gerði það ekki.“ Í alvörunni.  Ég gerði það ekki.“ Annar þingmaður kallar:  „Nei, hann gerði það ekki.“ „Þetta er algerlega fáránlegt. Við erum að tala um virðingu Alþingis,“ segir Berglind Ósk. Björn Leví: „Ég gerði það ekki.“

Berglind Ósk „Jú, þú gerðir það víst.“ „Ég gerði það ekki,“ Björn Leví.

„Þú settir í einhvers konar búning …,“ segir Berglind Ósk.

Birgir Ármannsson forseti þingsins slær í bjölluna.

Ekki tveggja manna tal,“ segir Birgir.

„Þú settir það í einhvern búning að þarna væru möguleikar á dylgjum. Þetta er gjörsamlega fáránlegur málflutningur. Ég ætla að koma hingað upp og bera af mér sakir,“ segir Berglind Ósk.

Sömuleiðis,“ segir Björn Leví.

„Og þingmaðurinn þarf að svara fyrir þennan ótrúlega dónaskap,“ segir Berglind Ósk.

Næst kom Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki:

„Ég ætla líka að fá að nota tækifærið hér og bera af mér sakir eftir þær mjög svo ómerkilegu dylgjur, ef vert er að nefna einhverjar dylgjur, að það hafi að sjálfsögðu verið þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem láku þessari skýrslu. Svo það sé algjörlega sagt hér mjög skýrt þá er það ekki rétt.“

Hér er best að hætta eftirfylgni þessa sérstaka máls.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: