- Advertisement -

„Er ríkisstjórnin búin að skipta um lið?“

„Eru menn þá orðnir talsmenn þess að hætta bara í EES-samstarfinu?“

Bjarni Benediktsson.
Einu sinni var þetta svo gaman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eftir að hafa myndað ríkisstjórn árið 2013.

Það er svo mikið í gangi í stjórnmálunum núna að ég verð að byrja á því að biðja hæstvirtan ráðherra að útskýra fyrir mér hvað sé eiginlega að gerast hérna. Hvers vegna kemur hæstvirtur ráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, og kynnir einhvern rökstuðning sem hljómar nákvæmlega eins og rökstuðningur Viðreisnar í þessu máli og reyndar öðrum Evrópumálum að undanförnu? Ekki kannski Samfylkingarinnar, hún er orðin svona hófsamari í Evrópumálunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi, þar sem rætt var um bókun 35.

Sigmundur Davíð hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hér kemur bara heilt plagg með Viðreisnarskýringunum…

„En hér kemur bara heilt plagg með Viðreisnarskýringunum á því hvers vegna við eigum að gefa eftir gagnvart Evrópusambandinu og það í þessu stóra grundvallarmáli sem meira að segja dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að standist ekki stjórnarskrá og það í máli sem utanríkisráðherra í sömu ríkisstjórn, reyndar á fyrra kjörtímabili, hafði reynt að halda uppi vörnum gagnvart Evrópusambandinu með, útskýra hvers vegna við ættum ekki að innleiða þetta. Og nú kemur annar hæstvirtur utanríkisráðherra og virðist vera búinn að skipta um lið. Er ríkisstjórnin búin að skipta um lið?“

„Ég held að menn sem vilja fara inn í umræðuna á þessum nótum, á þessum forsendum, að sérhver breyting á EES-lögunum til breyttrar framkvæmdar á þjóðréttarlegu skuldbindingunni sem felst í bókun 35 feli í sér brot á stjórnarskránni, þurfi þá aðeins að botna þennan málflutning og útskýra það fyrir manni. Ef niðurstaðan er sú að EES-innleiðingin á bókun 35 með EES-lögunum sé ófullnægjandi og sérhver breyting á því sé bara brot á stjórnarskránni, eru menn þá komnir á þann stað að EES-samningurinn gangi ekki upp gagnvart stjórnarskránni? Eru menn þá orðnir talsmenn þess að hætta bara í EES-samstarfinu? Eða eru menn að leita einhverra lausna? Þeir sem tala fyrir því að þeir sem vilja hreyfa sig í þessu máli ætli að fara gegn stjórnarskránni, þurfa að fylgja þeim málstað eftir og svara því hvort þeir eru tilbúnir til að verja EES-samninginn eða hvort þeir vilji losna við hann vegna þess að hann klagi upp á stjórnarskrána,“ sagði utanríkisráðherrann, Bjarni Benediktsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: